Tveir þættir hafa mest áhrif á umsvif Isavia, annars vegar fjöldi flughreyfinga og hins vegar fjöldi farþega. Tekjur Isavia á Keflavíkurflugvelli koma fyrst og fremst frá flugfélögum sem fljúga á flugvöllinn, leigutekjum af veitinga- og verslunarrýmum auk annarra tekna af leigu á aðstöðu.
Í heildina hafa umsvif starfseminnar aukist frá fyrra ári. Á innanlandsflugvöllum dróst fjöldi innanlandsfarþega um 4,5% meðan fjöldi millilandafarþega á innanlandsflugvöllum jókst um 8%. Á Keflavíkurflugvelli jókst fjöldi farþega um 12% og umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu um 5,8% á árinu 2018.
Þrjú flugfélög héldu uppi áætlunarflugi innanlands, Air Iceland Connect, Flugfélagið Ernir og Norlandair. Önnur flugfélög sem nýttu þjónustu Isavia að staðaldri voru Mýflug, Circle Air, Atlantsflug og Norðurflug. Fyrirtækin Vesturflug/Blue West og Helo reka þyrluþjónustu á flugvöllum félagsins.