Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaráð

Yfirmenn rekstrar- og stoðeininga Isavia mynda framkvæmdaráð félagsins ásamt forstjóra.

Í framkvæmdaráði eru til umræðu og upplýsinga málefni sem eru stefnumótandi fyrir starfsemi félagsins í heild. Þá er og farið yfir málefni sem skarast á milli sviða og deilda. Enn fremur hefur framkvæmdaráð forystuhlutverk í málefnum öryggis- og gæðastjórnunar hjá félaginu, ber megin ábyrgð á að auðlindir séu látnir í té til framþróunar og innleiðingar öryggis- og gæðastjórnunarkerfisins og hefur yfirumsjón með starfrækslu þess, virkni og metur árangur í ljósi markmiða.


Fimm rekstrarsvið annast kjarnastarfsemi félagsins: 

  • Flugleiðsögusvið,
  • Flugvallasvið, rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar,
  • Tækni- og eignasvið Keflavíkurflugvallar og
  • Viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar.

Stoðsvið eru þrjú:

  • Þróun og stjórnun,
  • Mannauður og árangur og
  • Fjármálasvið.

Auk þess er staðla og gæðadeild sérstök stoðeining. Yfirmenn rekstrar- og stoðeininga mynda framkvæmdaráð félagsins ásamt forstjóra.

Framkvæmdaráð Isavia

FORSTJÓRI iSAVIA

Björn Óli Hauksson, fæddur 1961, með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hann hefur verið forstjóri Isavia frá upphafi rekstrar félagsins árið 2010.

 

ÞRÓUN OG STJÓRNUN / aÐSTOÐARFORSTJÓRI

Þróun og stjórnun er stoðsvið sem er forstjóra og stjórn til aðstoðar. Starfsmenn hafa með höndum markaðs- og upplýsingamál, viðskiptaþróun, verkefnastofu, stefnumörkun, lögfræðileg málefni, skipulagsmál Keflavíkurflugvallar, umsjón með stjórnarháttum og samræmingu flugvalla og flugverndar.Framkvæmdastjóri er Elín Árnadóttir fædd 1971, viðskiptafræðingur.  Aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri hjá Isavia frá 2010, framkvæmdastjóri  þróunar og stjórnunar frá 2013.

Ásgeir Pálsson

Flugleiðsögusvið

Flugleiðsögusvið hefur með höndum flugleiðsöguþjónustu í innanlandsflugi og alþjóðaflugi yfir Íslandi og stóru svæði yfir Grænlandi og  Norður-Atlantshafi . Framkvæmdastjóri er Ásgeir Pálsson, fæddur 1951,  flugumferðarstjóri. Framkvæmdastjóri hjá Isavia frá 2010.

Flugvallasvið

Flugvallasvið annast rekstur og viðhald allra flugvalla landsins utan Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, fædd 1966, hótelrekstrarfræðingur. Framkvæmdastjóri frá 2018.

Þröstur Söring

Rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar

Rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar annast flugvernd, flugvallaþjónustu, farþegaakstur, tækjaþjónustu og turnþjónustu á Keflavíkurflugvelli ásamt farþegaþjónustu, PRM þjónustu. Framkvæmdastjóri er Þröstur V. Söring, fæddur 1968, tæknifræðingur. Framkvæmdastjóri hjá Isavia frá 2014, á rekstrarsviði Keflavíkurflugvallar frá 2016. 

Tækni- og eignasvið Keflavíkurflugvallar


Tækni- og eignasvið hefur umsjón með stærri verklegum framkvæmdum, umhverfismálum , viðhaldi og rekstri fasteigna og farangurskerfis á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Daði Rúnarsson, fæddur 1979, rekstrarverkfræðingur. Framkvæmdastjóri frá 2016.

Viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar

Viðskiptasvið sér um rekstur verslunar- og veitingasvæðis og annast alla samningagerð við rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli auk reksturs bílastæðaþjónustu og þróunar nýrra flugleiða. Framkvæmdastjóri er Hlynur Sigurðsson, fæddur 1974, rekstrarverkfræðingur. Framkvæmdastjóri hjá Isavia frá 2010, á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar frá 2016.

Mannauður og árangur

Mannauður og árangur er stoðsvið sem annast mannauðsmál, ráðningar, þjálfun og fræðslu, launavinnslu og kjarasamninga, innri samskiptamál, stefnuinnleiðingu og árangursmælingar. Framkvæmdastjóri er Sigurður Ólafsson, fæddur 1962, rekstrarhagfræðingur.  Framkvæmdastjóri frá 2013.

Fjármálasvið

Fjármálasvið er stoðsvið sem hefur með höndum reikningshald, fjárstýringu, áhættustýringu, hagdeild, fjármögnun og eftirlit með innkaupum. Framkvæmdastjóri er Sveinbjörn Indriðason, fæddur 1972, hagfræðingur. Framkvæmdastjóri frá 2013. 

Staðla- og gæðadeild

Staðla- og gæðadeild er stoðdeild sem annast skipulag og samhæfingu öryggis- og gæðamála ásamt umsjón með umhverfismálum. Öryggis- og gæðastjóri er Helga Eyjólfsdóttir, fædd 1964, efnaverkfræðingur. Staðla- og gæðastjóri frá 2010.

Dótturfélög

Fríhöfnin ehf.

Fríhöfnin rekur fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fjórar fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega. Verslanirnar eru opnar í tengslum við áætlunarflug. Fríhöfnin leggur áherslu á fjölbreytt úrval innlendra og alþjólegra vörumerkja á hagstæðu verði. Fastir starfsmenn eru um 210 en á sumrin um 310.  Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er Þorgerður Þráinsdóttir.

Tern Systems ehf.

Tern Systems þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu sem notaður eru í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra. Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Spáni og Indónesíu ásamt Suður-Kóreu og Marokkó. Starfsmenn eru um 50  í aðalstöðvum félagsins á Íslandi.  Framkvæmdastjóri Tern Systems er Magnús Þórðarson.


Domavia ehf.

Domavia hýsir hluta af fasteignum Isavia. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia fer með prókúru fyrir félagið.

Suluk ApS

Suluk er grænlenskt einkahlutafélag í eigu Isavia.  Félagið annast flugleiðsöguþjónustu á Grænlandi. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia fer með prókúru fyrir félagið.