Í framkvæmdaráði eru til umræðu og upplýsinga málefni sem eru stefnumótandi fyrir starfsemi félagsins í heild. Þá er og farið yfir málefni sem skarast á milli sviða og deilda. Enn fremur hefur framkvæmdaráð forystuhlutverk í málefnum öryggis- og gæðastjórnunar hjá félaginu, ber megin ábyrgð á að auðlindir séu látnir í té til framþróunar og innleiðingar öryggis- og gæðastjórnunarkerfisins og hefur yfirumsjón með starfrækslu þess, virkni og metur árangur í ljósi markmiða.
Fimm rekstrarsvið annast kjarnastarfsemi félagsins:
- Flugleiðsögusvið,
- Flugvallasvið, rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar,
- Tækni- og eignasvið Keflavíkurflugvallar og
- Viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar.
Stoðsvið eru þrjú:
- Þróun og stjórnun,
- Mannauður og árangur og
- Fjármálasvið.
Auk þess er staðla og gæðadeild sérstök stoðeining. Yfirmenn rekstrar- og stoðeininga mynda framkvæmdaráð félagsins ásamt forstjóra.