níu milljónasti farþeginn um Keflavíkurflugvöll
Isavia fagnaði komu níu milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í nóvember. Farþeginn kom til landsins frá Pittsburg í Bandaríkjunum með flugvél Wow Air. Þau heppnu voru Olive Ho frá Hong Kong og Chun Liang Li frá Taívan. Þau voru leyst út með gjöfum frá Bláa lóninu og veitingastaðnum, Hjá Höllu.
SAGA FLUGVALLA OG FLUGLEIÐSÖGU KOM ÚT
Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi kom út hjá Isavia. Bókinni er ætlað að fagna 70 ára sögu flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en 70 ár er síðan Íslendingar fengu herflugvelli bandamanna í Reykjavík og Keflavík afhenta til eignar og hófu rekstur flugleiðsöguþjónustu. Verkið telur nærri 550 blaðsíður og er tileinkað öllu starfsfólki Isavia og forvera félagsins ásamt öðrum sem lagt hafa dygga hönd á plóginn við uppbyggingu og rekstur þeirrar mikilvægu þjónustu, sem stuðlaði m.a. að því að rjúfa einangrun í byggðum landsins.
STARFSMENN ISAVIA SÖFNUÐU RÚMRI MILLJÓN TIL GÓÐRA MÁLEFNA
Um 42 starfsmenn Isavia söfnuðu rúmri milljón til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu. Isavia hét á þá starfsmenn sem tóku þátt í hlaupinu með því að bæta 50% ofan á áheitin sem söfnuðust.
ISAVIA AFHENDIR LANDSBJÖRGU HÓPSLYSAKERRUR
Isavia afhenti Landsbjörgu níu hópslysakerrur í júní sem voru dreifðar á þau svæði þar sem mesta hættan á hópslysum er og viðbragðstíminn lengstur vegna staðsetningar. Í hópslysakerrunum er meðal annars sjúkrabörur, tjald, ullarteppi, rafstöð og hitablásarar. Búnaðurinn í kerrunum miðast við að björgunarsveitafólk geti veitt skjól og aðhlynningu á slysstað utan alfaraleiðar á stöðum þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu og aðrar bjargir.