MANNAUÐUR ISAVIA
Samskipti við og milli starfsfólks fara fyrst og fremst fram á innri vef félagsins, starfsmannafundum forstjóra og framkvæmdastjóra og viðburðum á vegum félagsins. Innri vefurinn, Flugan, er hugsaður sem samfélagsmiðill sem tengir starfsmenn saman og geta allir sett inn færslur, myndir og myndbönd sem þeir vilja deila með samstarfsfólki sínu. Starfsfólk getur einnig sótt þangað ýmis tæki og tól til notkunar við störf sín og haldið utan um skráningar á viðburði, námskeið og skemmtanir á vegum fyrirtækisins.
Starfsmannafélag Isavia og dótturfyrirtækja, Staffið, stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur fjölda viðburða fyrir félagsmenn, t.d. fjölskyldudag á sumrin, jólahlaðborð, bíóferðir og keilukvöld. Auk þess hefur félagið samið um afsláttarkjör fyrir starfsmenn hjá ýmsum fyrirtækjum. Öllum starfsmönnum býðst aðild að Staffinu. Félagið leggur áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og jákvæðan starfsanda.