Isavia hefur með höndum rekstur og viðhald á innviðum sem er grunnur að flugsamgöngum landsins, tengingum við umheiminn og flugi á milli þriggja heimsálfa á stóru svæði. Flugvellir á Íslandi eru mikilvæg samgöngumannvirki. Af þeim er Keflavíkurflugvöllur stærsta gáttin inn í landið og sérstaklega mikilvægur fyrir flutning á farþegum og vörum til og frá landinu í flugi. Starfsemin Isavia skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram um að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við samfélagið.
Isavia er með stefnu í samfélagsábyrgð þar sem áherslurnar eru í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins. Félagið vinnur að og tekur þátt í verkefnum sem tengjast henni með margvíslegum hætti. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að stuðla að því að við séum hluti af góðu ferðalagi farþega, viðskiptavina og annarra haghafa.
Starfsemi Isavia skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram um að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við samfélagið.