Orkunotkun
Eldsneytisnotkun er veigamesti umhverfisþátturinn í starfsemi Isavia. Stærsta hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Þjónustan er töluvert háð veðri, óháð farþegafjölda. Ef sinna þarf vetrarþjónustu marga daga á ári geta orðið miklar sveiflur í notkun eldsneytis milli ári þar sem þau tæki eru orkufrekust. Vel er fylgst með notkuninni í starfseminni og vinna hafin við að reyna að draga úr henni.
Isavia setti sér aðgerðaáætlun í umhverfis – og loftslagsmálum á árinu. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Isavia. Meðal aðgerða í áætluninni er að 70% bíla sem keyptir eru skulu vera vistvænir, í þeim flokkum sem slíkt býðst. Með því er von til þess að eldsneytisnotkun muni dragast saman þegar fram líða stundir.
Heildareldsneytisnotkun Isavia jókst frá því á síðasta ári, en sé horft til notkunar á hvern farþega, dróst hún lítillega saman, eða um rúmlega 1%. Markmið Isavia fyrir árið 2018 var að minnka notkun á hvern farþega um 4%, en það markmið náðist ekki.
Bein orkunotkun eftir orkutegund í lítrum
Ár | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
---|---|---|---|---|
Bensín | 45.665 | 47.131 | 40.769 | 39.964 |
Dísil | 751.722 | 714.574 | 819.696 | 893.326 |
Flugbensín | 62.468 | 77.520 | ||
Lítrar á hvern farþega | 0,148 | 0,106 | 0,096 | 0,095 |