Hoppa yfir valmynd

LOFTSLAGSMÁL

Orkunotkun

Eldsneytisnotkun er veigamesti umhverfisþátturinn í starfsemi Isavia. Stærsta hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Þjónustan er töluvert háð veðri, óháð farþegafjölda. Ef sinna þarf vetrarþjónustu marga daga á ári geta orðið miklar sveiflur í notkun eldsneytis milli ári þar sem þau tæki eru orkufrekust. Vel er fylgst með notkuninni í starfseminni og vinna hafin við að reyna að draga úr henni.

Isavia setti sér aðgerðaáætlun í umhverfis – og loftslagsmálum á árinu. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Isavia. Meðal aðgerða í áætluninni er að 70% bíla sem keyptir eru skulu vera vistvænir, í þeim flokkum sem slíkt býðst. Með því er von til þess að eldsneytisnotkun muni dragast saman þegar fram líða stundir.

Heildareldsneytisnotkun Isavia jókst frá því á síðasta ári, en sé horft til notkunar á hvern farþega, dróst hún lítillega saman, eða um rúmlega 1%. Markmið Isavia fyrir árið 2018 var að minnka notkun á hvern farþega um 4%, en það markmið náðist ekki.

Bein orkunotkun eftir orkutegund í lítrum

Ár2015201620172018
Bensín45.66547.13140.76939.964
Dísil751.722714.574819.696893.326
Flugbensín

62.46877.520
Lítrar á hvern farþega0,1480,1060,0960,095

70% bíla sem keyptir eru skulu vera vistvænir, í þeim flokkum sem slíkt býðst. Með því er von til þess að eldsneytisnotkun muni dragast saman þegar fram líða stundir.

Á síðasta ári var raforkunotkun Isavia 28.682.370 kWh sem er minni notkun en árið 2017. Það er þó viðbúið að á næstu árum muni raforkunotkun aukast, bæði með stækkunum á Keflavíkurflugvelli, sem og aukinni uppsetningu og notkun á raforkufrekum innviðum, s.s. jarðtengingum fyrir flugvélar og hleðslustöðvum fyrir bíla og önnur ökutæki. Notkun Isavia á heitu vatni voru 901.089 rúmmetrar.

Isavia hefur hafið vinnu við að minnka þörf á orku úr óendurnýjanlegum orkugjöfum á borð við jarðefnaeldsneyti meðal annars með kaupum á rafbílum og með því að starfsmenn með meirapróf fari á vistakstursnámskeið. 

Isavia hefur einnig ákveðið að raforkukaup félagsins verði boðin út á árinu 2019. Gerð verði krafa um að seljandi afhendi einvörðungu endurnýjanlega raforku.

Raforkunotkun

Ár kWh
2016 22843018
2017 29421110
2018 28682370

Losun gróðurhúsalofttegunda

Beina losun gróðurhúsalofttegunda Isavia má rekja beint til eldsneytisnotkunar. Árið 2018 var bein losun gróðurhúsalofttegunda Isavia vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti 2694 t CO2e .

Sú orka sem Isavia notar í starfsemi sinni í formi rafmagns eða hita, kemur frá annars vegar fjarvarmaveitum eða vatnsaflsvirkjunum. Í báðum tilfellum er um að ræða endurnýjanlega orkugjafa sem valda mjög lítilli losun gróðurhúsalofttegunda. Óbein losun vegna hita og rafmagns er því lítil sé horft til framleiðslu rafmagns með öðrum leiðum. Samkvæmt Orkustofnun er meðal losun raforkuframleiðslu 11,8 gr kolefnisígilda á hverja kílóvattstund. Óbein losun Isavia í gegnum raforkunotkun árið 2018 voru 338 t CO2.

Til annarrar óbeinnar losunar gróðurhúsalofttegunda í starfseminni má meðal annars telja urðun sorps og ferðir starfsmanna. Á árinu 2018 fóru 1303 tonn af óflokkuðum úrgangi til urðunar. Losun kolefnisígilda við urðun á sorpi Isavia árið 2018 voru 785 tonn.

Bein losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis á farþega árið 2018 var 0,254 kg og dregst lítillega saman frá fyrri árum.

Kolefnislosun per farþega

Ár Kg.
2015 0,394
2016 0,282
2017 0,257
2018 0,254

Lækkun varð á beinni losun GHL vegna eldsneytisnotkunar, á hvern farþega, milli áranna 2017 og 2018. Það er liður í aðgerðum Isavia um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðarhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um sem nemur tæpum 40 prósentum. Markmið hefur því verið endurskoðað og nú er gert ráð fyrir að draga úr losun um 60% árið 2030 ef miðað er við 2015 sem grunnár.

Heildarlosun kolefnis á hvern farþega

Ár kg.
2015 0,6
2016 0,46
2017 0,37
2018 0,36

Loftgæði


Isavia vaktar styrk köfnunarefnisoxíði í kringum Keflavíkurflugvöll með loftgæðamæli sem staðsettur er ofan við Eyjabyggð. Mælingar í rauntíma má nálgast á vefnum loftgaedi.is. Gerð var ný loftgæðaspá fyrir Keflavíkurflugvöll á árinu, þar sem grundvöllur spárinnar var árið 2025 eða 14,5 milljónir farþega. Niðurstaða spárinnar var sú að styrkleikar brennisteinsdísoxíðs, svifryks og kolmónoxíðs sé ávallt undir viðmiðunarmörkum. Samkvæmt líkindaútreikningum getur klukkustundargildi köfunarefnisdíoxíðs farið yfir viðmiðunarmörk reglugerðar, en fjöldi tilvika sem slíkt geti gerst sé undir viðmiðum. Niðurstaða matsins er að loftgæði eru uppfyllt.

Árið 2015 skrifaði forstjóri Isavia undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum sem Reykjarvíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, efndu til. Í kjölfar undirritunarinnar setti Isavia sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og sýna þannig frumkvæði og ábyrgð gangvart umhverfinu og samfélaginu. Árið 2017 hlaut Isavia hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og Festu í loftslagsmálum. Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.

Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.

Isavia er þátttakandi í Airport Carbon Accreditation (ACA) kolefnisvottunarkerfi á vegum alþjóðasamtaka flugvalla (ACI). ACA er kolefnisvottun, hönnuð af flugvöllum fyrir flugvelli, og því sérsniðin að rekstri þeirra. Verkefnið skiptist í fjögur stig; kortlagningu kolefnisspors, markmiðasetningu og minnkun kolefnislosunar, minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstraraðila á flugvellinum og lokastigið er kolefnisjöfnun flugvallarins. Keflavíkurflugvöllur hefur verið þátttakandi í verkefninu í þrjú ár. Sett hafa verið markmið til ársins 2030 um minnkun kolefnislosunar og unnið að ítarlegri aðgerðaráætlun til að styðja við það markmið.

Borealis Alliance Free Route Airpspace

Isavia er aðili að Borealis Alliance sem eru samtök níu flugleiðsöguveitenda (ANSP) í Norður-Evrópu.

Þar er unnið að Free Route Airspace verkefni sem á að leiða af sér styttri flugtíma sem leiðir af sér minni eldsneytisnotkun sem þýðir lægri kostnað og minni mengun.

Á Íslandi geta flugrekendur nú áætlað og flogið beina flugleggi milli Keflavíkurflugvallar og til flugvalla í Noregi og Skotlandi, sem eru næstu flugstjórnarsvæðin í suðaustri við það íslenska.