Umhverfið
Isavia hefur það að leiðarljósi að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Fyrirtækið hefur unnið markvisst að umbótum í umhverfismálum á sama tíma og það tekst á við mikla aukningu á umfangi og farþegafjölda.
Vinna í umhverfismálum tekur mið af umhverfisstefnu og aðgerðaáætlun Isavia í umhverfis – og loftslagsmálum sem samþykkt var á vordögum 2018. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem miða að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Í aðgerðaáætluninni er að finna tólf markmið sem eiga að koma til framkvæmda á árunum 2019-2030. Markmiðin eiga meðal annars við endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, uppsetningu hleðslustöðva, rafvæðingu flugvélastæða, aukna sorpflokkun og kolefnisjöfnun starfseminnar.
Markmiðin eiga meðal annars við endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, uppsetningu hleðslustöðva, rafvæðingu flugvélastæða, aukna sorpflokkun og kolefnisjöfnun starfseminnar.