Hoppa yfir valmynd

UMHVERFISMÁL

Umhverfið

Isavia hefur það að leiðarljósi að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Fyrirtækið hefur unnið markvisst að umbótum í umhverfismálum á sama tíma og það tekst á við mikla aukningu á umfangi og farþegafjölda.

Vinna í umhverfismálum tekur mið af umhverfisstefnu og aðgerðaáætlun Isavia í umhverfis – og loftslagsmálum sem samþykkt var á vordögum 2018. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem miða að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Í aðgerðaáætluninni er að finna tólf markmið sem eiga að koma til framkvæmda á árunum 2019-2030. Markmiðin eiga meðal annars við endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, uppsetningu hleðslustöðva, rafvæðingu flugvélastæða, aukna sorpflokkun og kolefnisjöfnun starfseminnar.


Markmiðin eiga meðal annars við endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, uppsetningu hleðslustöðva, rafvæðingu flugvélastæða, aukna sorpflokkun og kolefnisjöfnun starfseminnar.

Vinna í umhverfismálum er í gangi á öllum starfsstöðvum Isavia en þess má geta að Flugfjarskipti í Gufunesi er ein af þeim sem hafa tekið umhverfismálin föstum tökum. Flugfjarskipti urðu á árinu 2018 fyrsta starfsstöð Isavia til þess að öðlast ISO14001 vottun og ljúka fimm grænum skrefum. Starfsstöðin hefur sett sér metnaðarfull markmið í orkusparnaði og settu sorpmálin í forgang.

Á árinu hóf Isavia samstarf með Klöppum – Grænum lausnum, að gagnagátt sem gerir vöktun mikilvægra umhverfisþátta á borð við eldsneytisnotkun og sorpflokkun, auðveldari.

Engir mikilsháttar lekar hafa átt sér stað, né hafa úrskurðir fallið þar sem félagið hefur verið talið brjóta gegn umhverfisverndarlögum.

Vatn

Samkvæmt starfsleyfi er Isavia gert að framkvæmda heildarúttekt á efnafræðilegu ástandi grunnvatns á athafnasvæði Keflavíkurflugvallar. Bandaríkjaher var áður með aðstöðu á svæðinu og er almennt vitað að mengun fylgdi starfsemi hans þar. Isavia er meðvitað um mikilvægi þess að varðveita ferskleika og hreinleika grunnvatns í nærumhverfinu.

Verkís hefur yfirumsjón með grunnvatnsrannsóknum samkvæmt vöktunaráætlun til þriggja ára. Vísbendingar um efnanotkun á flugvallasvæðinu finnast í grunnvatnssýnum úr öllum borholum. Þessar vísbendingar benda til mismikillar mengunar, en þó ekki í miklu magni. Áframhald verður á mælingum og vöktun á gæðum grunnvatns.

Isavia hefur einnig bætt fráveitulagnir undanfarin ár á alþjóðaflugvöllum sem jafnan tengjast fráveitukerfum viðkomandi sveitarfélaga.

Isavia sækir vatn sitt í veitur hvers staðar fyrir sig og hefur ekki endurnýtt eða endurunnið vatn af flugvallasvæðum.

Isavia er meðvitað um mikilvægi þess að varðveita ferskleika og hreinleika grunnvatns í nærumhverfinu.

Efnanotkun

Isavia notar bæði náttúruleg og lífbrjótanleg efni á flugvöllum landsins til afísingar. Sandur er notaður á innanlandsflugvöllum, fyrir utan 4000 lítra af afísingarvökva á Akureyrarflugvelli. Á Keflavíkurflugvelli eru notuð afísingarefni. Isavia notar afísingarvökvann Clearway F1 og afísingarkornin Clearway SF3.

Afísingarefnin eru annars vegar úr natríumformati og hins vegar úr kalíumformati og bera umhverfismerkið Bláa engilinn. Efnin eru lífbrjótanlegt og hefur lítil eitrunaráhrif á vatnsbúskap. Þau uppfylla allar tilskyldar umhverfis- og vistfræðilegar kröfur.

Magn afísingarefna á flugvöllum

GRI G4-A06201620172018
Clearway SF3 afísingarkorn27 tonn58 tonn123 tonn
Clearway F1 afísingarvökvi54.300 lítrar79.959 lítrar216.000 lítrar

Flugvallasvæði Isavia eru eins fjölbreytt hvað varðar lífríki eins og þau eru mörg. Í áraraðir hefur Isavia fylgst mjög vel með dýralífi innan flugvallasvæða og greint nánasta umhverfi flugvalla m.t.t. ásóknar dýra og fugla. Ásókn villtra dýra er mjög mismunandi eftir flugvöllum enda svæðin mismunandi hvað varðar gróðurfar og fæðuframboð. Mikilvægur hluti af rekstri flugvalla er að stunda aðgerðir sem leiða til minni hættu fyrir flugfarþega og minnka líkurnar á árekstri dýrs og flugvélar. Það er gert með því að beita fjölbreyttum aðferðum við fælingar, t.d. með búsvæðastjórnun.

Isavia skráir alla mögulega árekstra fugla og annarra villtra dýra við flugvélar á öllum sínum flugvöllum. Skráðir voru sjö staðfestir árekstrar fugla við flugvélar á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Á innanlandsflugvöllunum voru skráðir 28 árekstrar fugla við flugvélar, þar af 16 í Grímsey og níu á Reykjavíkurflugvelli.

Isavia hefur skrifað undir samkomulag við fyrirtækið Flygildi til að nýta flygildi til að fæla lifandi fugla frá flugbrautum.


Heildarfjöldi dýra sem deyja við árekstur við flugvél 

GRI G4-A09
Heildarfjöldi flughreyfinga193.070
Fjöldi árekstra við fugla35
Árekstrar fugla á hverjar 10.000 flughreyfingar1,8