FARÞEGAR
Fjöldi farþega um flugvelli Isavia í heild nam rúmlega 1,7 milljónum árið 2020 sem er 79% fækkun frá árinu 2019. Heildarfjölda millilandafarþega um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr tæplega 7,3 milljónum í tæplega 1,4 milljónir, eða um 81% milli ára. Fækkun var á öllum flugvöllum landsins eða um 50% á Egilsstaðaflugvelli, um 77% á Akureyrarflugvelli, um 81% á Keflavíkurflugvelli og tæp 89% á Reykjavíkurflugvelli. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 653 þúsund í rúmlega 320 þúsund, eða um tæp 51%.