Hoppa yfir valmynd

Lykiltölur úr rekstri 2020

Árið 2020 var fjöldi farþega um flugvelli Isavia í heild rúmlega 1,7 milljónir, en það var um 79% minnkun frá árinu 2019. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr rúmlega 7,3 milljónum í tæplega 1,4 milljónir, eða um 81% milli ára. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 653 þúsund í rúmlega 320 þúsund, eða um tæp 51%.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæplega 14,7 milljörðum króna og lækkuðu um 23,7 milljarða króna milli ára eða um 62 prósent. EBITDA, þ.e. afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, lækkar um tæpa þrettán milljarð króna. Heildareignir námu 80,5 milljörðum króna í árslok 2020 og lækkuðu um 0,17 milljarða króna milli ára. Staða handbærs fjár var áfram góð um síðustu áramót. Eigandi félagsins jók hlutafé sitt um 4 milljarða í júní 2020 til stuðnings við fjárfestingaráform félagsins. Skattaspor Isavia var 7.066 m.kr. fyrir árið 2020. Það er sá hluti sem samstæðan greiðir eða innheimtir í formi skatta og opinberra gjalda, ásamt mótframlagi í lífeyrissjóði starfsfólks.

Tekjur
m.kr. m.kr.
Hagnaður
m.kr. m.kr.
Eigið fé
m.kr. m.kr.
Fjárfestinga­hreyfingar
m.kr. m.kr.
Arðsemi eiginfjár
% %
Eiginfjár­hlutfall
% %
Meðalfjöldi starfa
Skattspor
m.kr. m.kr.
Úr rekstrarreikningi (milljón kr.)20202019
Tekjur14.73738.454
EBITDA-6.1376.775
EBIT-10.0542.906
Fjármunatekjur/gjöld-4.875-1.410
Hagnaður fyrir skatta-14.9291.496
Heildarafkoma ársins
-13.178
1.199

 

Úr efnahagsreikningi (milljón kr.)20202019
Varanlegir rekstrarfjármunir57.19457.550
Eignir80.47780.643
Eigið fé27.25936.466
Vaxtaberandi skuldir48.10436.221
Veltufjárhlutfall2,031,94

 

Úr sjóðstreymi (milljón kr.)20202019
Rekstrarhreyfingar-7.8749.032
Fjárfestingahreyfingar-3.329-3.895
Fjármögnunarhreyfingar10.972-1.383
Handbært fé í lok árs9.3729.167

 

Kennitölur20202019
Framlegðarhlutfall rekstrar-41,64%17,6%
Hagnaðarhlutfall-89,42%3,1%
Veltuhraði eigna0,180,48
Arðsemi eiginfjár-41,36%3,34%
Hagnaður á hverja krónu nafnverðs hlutafjár-1,380,21
Eiginfjárhlutfall33,87%45,22%
Meðalfjöldi starfa1.0811357

Tekjur samstæðunnar

2020 (%)

2020
Tekjur af flugvallaþjónustu 27 %
Fasteigna- og bílastæðatekjur 6%
Vörusala 23%
Tekjur vegna alþjóðaflugþjónustu 38%
Aðrar tekjur 5%

2019 (%)

Tekjur af flugvallaþjónustu 36%
Fasteigna- og bílastæðatekjur 11%
Vörusala 34%
Tekjur vegna alþjóðaflugþjónustu 16%
Aðrar tekjur 3%

Tekjur af flugvallaþjónustu

2020 (%)

Þjónustusamningur við SGR 43%
Lendingargjöld 21%
Flugverndargjöld 16%
Farþegagjöld 4%
Önnur gjöld 16%

2019 (%)

Þjónustusamningur við SGR 14%
Lendingargjöld 23%
Flugverndargjöld 24%
Farþegagjöld 34%
Önnur gjöld 5%

Rekstrarkostnaður

2020 (%)

Kostnaðarverð seldra vara 7%
Laun og annar starfsmannakostnaður 60%
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 1%
Annar rekstrarkostnaður 16%
Afskriftir 16%

2019 (%)

Kostnaðarverð seldra vara 18%
Laun og annar starfsmannakostnaður 51%
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 2%
Annar rekstrarkostnaður 19%
Afskriftir 11%