Umhverfið
Isavia hefur, líkt og flest önnur fyrirtæki, glímt við mikinn samdrátt á liðnu ári. Þrátt fyrir það hefur félagið haldið ótrautt áfram við að vinna að umbótum í umhverfismálum. Félagið hefur það að leiðarljósi að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki í sátt og samvinnu við samfélagið og farþega og vera þannig hluti af góðu ferðalagi.
Í apríl 2015 setti Isavia sér umhverfisstefnu. Ötullega hefur verið unnið að markmiðum stefnunnar síðan þá í samræmi við aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Núverandi áætlun gildir fyrir tímabilið 2020-2021. Í henni eru settar fram ýmsar aðgerðir sem miða að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Þar er meðal annars lögð áhersla á endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, aukna sorpflokkun, uppbyggingu innviða fyrir vistvæn ökutæki og kolefnisjöfnun, svo fátt eitt sé nefnt.
Vinna við innleiðingu á ISO14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum fyrir Isavia ohf. hófst á árinu og mun henni ljúka á vordögum 2021.
Meðal aðgerða til að ná markmiðum félagsins er áhersla á endurnýjun bílaflota í vistvænni ökutæki, aukna sorpflokkun, uppbyggin innviða fyrir vistvæn ökutæki og kolefnisjöfnun starfseminnar