Millilandaflug á Akureyri
Akureyrarflugvöllur hefur með sanni sýnt mikilvægi sitt í millilandaflugi en hann er einn af fjórum alþjóðaflugvölluum á Íslandi. Með beinu flugi til Akureyrar hefur orðið aukning ferðamanna um svæðið og um leið hefur það haft jákvæð áhrif á atvinnulífið á Norðurlandi.
Fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi hefur beina flugið því einnig tryggt aukningu í hótelgistingu og tækifæri fyrir aðila að sinna ferðamönnum árið um kring.

Í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsóknamiðstöð ferðamála má sjá að beint flug hafði áhrif á ákvarðanatöku um ferðalagið, ferðamenn eyddu um 495 milljónum á meðan á dvölinni stóð og jarðböð voru vinsælasta afþreyingin.
Könnunin var unnin í samstarfi við Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú með stuðningi frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þátttakendur voru farþegar sem voru í áætlunarflugi á leið til Bretlands, Hollands eða Sviss. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi millilandaflugsins fyrir þá ferðaþiónustu sem í boði er utan suðvesturhorns landsins en flestir svarenda nefndu það mikilvæga ástæðu þess að hafa ferðast á Norður og Austurland.
Yfir vetrartímann er easyJet með flug til bæði Manchester og London, einnig er flogið beint til Amsterdam og Zurich en þau flug fara aftur af stað í janúar og febrúar.
Um könnuna og skýrsluna í heild má lesa á vefsíðu RMF