easyJet kynnir Norðurland í breskum miðlum
Nýlegt kynningarefni flugfélagsins easyJet sýnir myndir og segir frá afþreyingu á Norðurlandi og hvetur með því fólk til að nýta sér beint flug til Akureyrar sem þeir nefna „aðra borg Íslands“, eða „Iceland’s second city“.
Markaðsstofa Norðurlands var með í ráðum þegar þau útbjuggu dagskrá fyrir áhrifavald sem flaug á vegum easyJet til Akureyrar fyrr í vetur til að vinna efni fyrir markaðsssetninguna. Norðurland er kynnt sem spennandi áfangastaður með áherslu á snjóríkið og skíðavertíð, norðurljós og heit böð.
Meira má lesa um verkefnið á vefsíðu markaðsstofu Norðurlands og þá er sérlega gaman að fylgjast með flugfélaginu ýta undir velgengni ferðaþjónustu á svæðinu með stöðugu millilandaflugi til og frá Akureyri.
Efnið var meðal annars birt á síðum The Times.