MÆTING
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir brottfarartíma til þess að forðast biðraðir og svo flugfélög haldi áætlun.
INNRITUN
Icelandair
Icelandair flýgur frá flugstöð Icelandair við Reykjavíkurflugvöll og er boðið upp á fjölda innritunarmöguleika, nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair.
Flugfélagið Norlandair
Innritun með Norlandair fer fram í flugstöð Icelandair við Reykjavíkurflugvöll.
Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.