Skip to main content

Störf í boði hjá innanlandsflugvöllum

Innanlandsflugvellir

Við leitum eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að verkefnastýra sölu á auglýsingum á Innanlandsflugvöllum og viðskiptaþróun þeirra. Viðkomandi mótar og framfylgir markaðs- og samskiptaáætlun með það að markmiði að efla vörumerki okkar og tryggja samræmi í ásýnd og skilaboðum (PR). Verkefnastjóri skipuleggur og stýrir gerð markaðs- og kynningarefnis, frá hugmyndavinnu til framkvæmdar í samráði við framkvæmdastjóra og hefur yfirumsjón með samskiptum við auglýsingastofu og framleiðslufyrirtæki til að tryggja vandaða og skilvirka framkvæmd markaðsverkefna.  
Um er að ræða spennandi verkefni í lifandi og fjölbreyttu umhverfi. 

Starfsstöð er án staðsetningar   

Helstu verkefni  

  • Sölustarf auglýsinga,viðskiptaþróun og uppbygging auglýsingatengsla 

  • Mótun og framfylgd markaðsskilaboða  

  • Þróun og viðhald á vörumerkjaásýnd og markaðsefni í samstarfi við hagaðila 

  • Greining tækifæra og þróun efnis fyrir samfélagsmiðla og aðra miðla 

  • Umsjón með ímyndar og kynningarefni, frá hugmyndavinnu til birtingar 

  • Umsjón með vefsíðu 

  • Skipulag og stjórnun einstakra viðburða 

  • Aðstoð við innri markaðsmál sem og kynningar fyrir deildir og svið 

  • Samskipti og samstarf við hagaðila, móðurfélag og ferðaþjónustuaðila 

  • Önnur tilfallandi störf 

 

Menntun / hæfni 

  • Háskólamenntun í viðskiptafræði / markaðsfræði eða sambærileg menntun 

  • Reynslu af sölu- og markaðsstarfi nauðsynleg 

  • Reynsla af fjölmiðlun kostur 

  • Reynsla af hönnun og uppsetning á markaðsefni kostur 

  • Framúrskarandi skipulagsfærni 

  • Útsjónarsemi, skapandi hugsun og frumkvæði 

  • Góð samskiptafærni og hvetjandi hugarfar 

  • Góð ritfærni á íslensku og ensku 

 

 Umsóknarfrestur til og með 16. september. 

 Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdarstjóri Innanlandsflugvalla í netfang sigrun.jakobsdottir@isavia.is  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama einstaklinga  án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia innanlandsflugvellir óskar eftir að ráða einstakling við flugvallarþjónustu og flugradíó (AFIS). Helstu verkefni eru eftirlit og viðhald með flugvallarmannvirkjum og tækjum ásamt samskipti við flugvélar um flugradíó. Snjóruðningur og hálkuvarnir á flugbrautum ásamt björgunar- og slökkviþjónusta. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi. 

Hæfniskröfur

·      Bílpróf er skilyrði

·      Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

·      Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur

·      Reynsla af slökkvistörfum er kostur

·      Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur

·      Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf

·      Góð almenn tölvukunnátta

·      Lipurð í mannlegum samskiptum

·      Góð íslensku- og enskukunnátta

 

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 22. september.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.  

Vegna kröfureglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Sækja um