Mikilvægir þættir hjá Isavia
Isavia gerir samfélagsskýrslu sína samkvæmt GRI (Global Reporting Initiative) Standards: Core ásamt sérákvæðum GRI-G4 um flugvelli. Sérákvæðin taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Horft er til starfsemi félagsins og þeirra áhrifa sem hún hefur á efnahag, umhverfi og samfélagið. Til að meta þau var ákveðið að fá utanaðkomandi ráðgjafafyrirtæki til að taka viðtöl við fulltrúa úr þeim fimm megin hagaðilahópum sem félagið hefur skilgreint. Tekin voru tíu viðtöl haustið 2018 þar sem væntingar þeirra til samfélagsábyrgðar félagsins komu fram.
Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir framkvæmdastjórn fyrirtækisins og notaðar til að velja markmið fyrir árið 2019 í málaflokknum. Teymi fulltrúa starfsmanna frá öllum sviðum fyrirtækisins komu einnig með tillögur inn í markmiðssetninguna út frá starfsemi sinna sviða. Sérfræðingar hjá Isavia horfðu á niðurstöðurnar í samræmi við áhersluatriði úr stefnumótun fyrirtækisins og stilltu upp mikilvægustu þáttum út frá því. Tillögur um markmið voru lögð fyrir forstjóra og framkvæmdastjórn til samþykktar og fyrir stjórn til kynningar.