Hoppa yfir valmynd

MANNAUÐUR

Mannauður Isavia


Isavia leggur sig fram við að vera eftirsóknarverður og framsækinn vinnustaður. Meginmarkmið mannauðsstefnu Isavia er að stuðla að almennri starfsánægju, góðum starfsanda og framúrskarandi þjónustu. Gildin okkar þjónusta, samvinna og öryggi endurspeglast í þeim áherslum sem Isavia leggur til grundvallar í mannauðsmálum. Hjá Isavia og dótturfélögum starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks á hinum ýmsu starfsstöðvum um allt land. Í árslok 2020 var fjöldi starfsfólks hjá Isavia 968, 35% konur og 65% karlar. Meðalaldur starfsfólks er 44 ár og meðalstarfsaldur er 10 ár.

Á árinu 2020 urðu töluverðar breytingar á starfsemi Isavia og dótturfélaga. Covid-19 faraldurinn hefur orðið til þess að bregðast hefur þurft við með markvissum hætti og leita nýrra leiða til að halda starfseminni gangandi. Neyðarstjórn Isavia hefur verið að störfum samhliða faraldrinum og unnið að aðgerðum til að tryggja rekstraröryggi flugvalla, velferð starfsfólks með sóttvarnarráðstöfunum og stöðugri upplýsingagjöf. Ríkar sóttvarnarkröfur voru gerðar í starfseminni og sóttvarnarreglum yfirvalda fylgt. Grímuskylda starfsfólks var sett á farþegasvæðum og í návist farþega auk reglna um fjarlægðartakmarkanir. Þá voru vaktahópar aðskildir til að tryggja fjöldatakmarkanir og takmarka samgang á milli hópa.

Starfsfólki fækkaði töluvert en grípa þurfti til aðgerða vegna faraldursins þar sem farþegafjöldi hrundi á árinu, fækkunin átti sér aðallega stað hjá starfsfólki í framlínustörfum þar sem fjöldi farþega hefur bein áhrif á þau störf. Isavia lagði mikla áherslu á að hlúa að starfsfólki og verja störfin eins og mögulegt var, með það að leiðarljósi að vera tilbúin þegar umsvifin og farþegafjöldi myndi aukast aftur.

Stjórnendur stóðu frammi fyrir nýjum áskorunum í að stýra starfsfólki sínu í fjarvinnu, leita leiða til að halda verkefnum gangandi og hvetja fólkið sitt áfram í misjöfnum og krefjandi aðstæðum. Brugðist var við kröfu um fjarvinnu með innleiðingu á Teams til að styðja við skrifstofufólk og gera því kleift að sinna starfi sínu óbreyttu fjarri starfsstöð. Starfsfólki var boðið upp á stafrænt námskeið um helstu virkni og aðgerðir í Teams. Skrifstofustarfsfólk vann stóran hluta ársins heiman frá sér. Workplace var innleitt á árinu til að styðja við starfsemina og tengja starfsfólk betur saman í breyttum aðstæðum.

Fólkið okkar

- Innleiðing Workplace

Guðrún Steinsdóttir

Guðrún H. Steinsdóttir

Verkefnastjóri stafrænnar þróunar

Hvernig hefur innleiðing Workplace gengið?
Innleiðing á Workplace gekk vonum framar í fjarvinnu á tímum Covid-19. Finna þurfti nýjar leiðir til að kynna fyrir starfsmönnum um allt land hvað væri í vændum og byggja upp ákveðna eftirvæntingu og spennu. Farið var í heimsóknir til allra starfsmanna með upplýsingar um Workplace. Þá fengu allir smá glaðning frá Omnom sem vakti lukku.

Verkefnið fékk stuðning frá stjórnendum sem tóku Workplace vel og hafa ekki látið sitt eftir liggja í að búa til þá stemmningu sem hefur skapast þar inni. Helgun stjórnenda er einn af lykilþáttum í árangursríkri innleiðingu. Yfir 95% starfsmanna voru komnir inn á Workplace á fyrstu dögunum.

Hvað annað var gert til að tryggja innleiðinguna?
Kyndilberar Workplace í öllum einingum áttu einnig stóran þátt í því að tryggja þennan frábæra árangur. Þeir fengu forskot til að fara á Workplace og taka þátt í að byggja upp umhverfið áður en formlega kom að því að allir starfsmenn sameinuðust þar í október. Lendingarsíða var sett upp með með fræðslu um Workplace. Notast var við leiðbeiningarmyndbönd og texta. Starfsmenn gátu leitað þangað ef spurningar vöknuðu eða vandamál komu upp. 

Starfsmönnum gekk vel að læra á lausnina og venjast því að Workplace væri orðinn hluti af lífi þeirra hjá Isavia.

Hver er ávinningurinn með Workplace?
Þörfin skapaðist hjá æðstu stjórnendum þar sem þeir höfðu ekki vettvang til að eiga þægileg samskipti við starfsmenn og jókst þessi þörf enn frekar í heimsfaraldri. Fyrri samskiptamiðill, Flugan, hafði ekki náð að tryggja að upplýsingar bærust öllum starfsmönnum. Samkvæmt könnun bárust skilaboð ekki alltaf til framlínufólks og starfsfólks dótturfélaga. Þegar Covid-19 skall á var enn meiri þörf á að þétta samstarfshópinn, byggja upp betri liðsheild og bjóða starfsmönnum upp á lausn sem næði til allra – alltaf – alls staðar. Workplace hefur mætt þeim þörfum betur en nokkur þorði að vona.

VINNUSTAÐAGREININGAR OG KANNANIR

Vinnustaðagreiningar eru að jafnaði framkvæmdar á tveggja ára fresti, auk smærri kannana. Í kjölfar vinnustaðagreininga eru stofnaðir úrbótahópar sem hafa það verkefni að vinna með niðurstöðurnar með það að markmiði að auka starfsánægju og vellíðan í starfi. Könnun um líðan starfsfólks á tímum Covid-19 var send út á haustmánuðum þar sem staðan var tekin á líðan starfsfólks og stjórnendur hvattir til að hlúa að starfsfólki sínu. Í boði var stafrænt fræðsluefni frá Streituskólanum sem snýr að flestum atriðum lýðheilsu ásamt því að námskeið um Covid-19 var útbúið þar sem farið var yfir smitleiðir, smitvarnir og sérstakar verklagsreglur fyrir starfsfólk á alþjóðaflugvöllum. Stjórnendur eru hvattir til að framkvæma frammistöðusamtöl reglulega og á samtalið að gefa starfsmanni og stjórnanda færi á að ræða verkefni, möguleg vandamál og aðgerðir til úrbóta.

Fjöldi starfsfólks GRI 405-1

Karlar Konur
Yngri en 30 ára 68 58
30 - 50 ára 343 183
Eldri en 50 ára 213 103

Vinnumarkaðurinn

Isavia starfar á almennum vinnumarkaði, leggur áherslu á að eiga gott samstarf við stéttarfélög og fylgir almennum kjarasamningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert fyrir hönd félagsins við fjölmörg stéttarfélög. Sérstakir kjarasamningar eru við Landssamband slökkviliðsmanna (LSS), Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Sameyki (SFR) og Félag íslenskra flugumferðastjóra (FÍF).

Uppsagnarfrestur starfsfólks er samkvæmt viðeigandi kjarasamningum og getur verið ólíkur eftir starfs- og lífaldri. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og eru allar uppsagnir skriflegar.
Isavia fylgir lögum og reglum um vinnumarkaðinn og ræður ekki fólk undir 18 ára aldri í vinnu.

Ráðningar

Isavia leggur áherslu á að ráða til starfa hæfasta starfsfólk sem völ er á hverju sinni og allar ráðningar byggjast á hæfni, menntun og starfsreynslu. Skýr ráðningarferill er undirstaðan að faglegum ráðningum og á árinu 2020 var ráðningarferillinn endurskoðaður og yfirfarinn. Horft er til jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlunar Isavia við allar ráðningar og starfsþróun innan fyrirtækisins. Mannauður nýtir sér gögn til greiningar og til að styðja við ákvarðanatöku. Umsóknargögn eru greind með tilliti til kynjahlutfalls og er gætt sérstaklega að því í ráðningum að fyllsta jafnréttis sé gætt.

Þegar ráðningarferlinu lýkur og nýr starfsmaður hefur störf er ráðningunni fylgt eftir fyrstu vikurnar. Tekið er vel á móti nýju starfsfólki með það að markmiði að því líði vel á nýjum vettvangi og finnist það velkomið frá fyrsta degi. Á fyrsta starfsdegi hefst „nýtt ferðalag“ í því felst meðal annars að nýr starfsmaður fær ferðafélaga sem er honum innan handar og styður fyrstu vikurnar ásamt stjórnanda.

Isavia vill stuðla að heilbrigðu og hvetjandi starfsumhverfi með möguleika á að vaxa og þróast í starfi. Starfsþróun er mikilvæg og getur orðið að nýjum starfsvettvangi innan Isavia. Öll laus störf eru auglýst á WorkPlace og er starfsfólk hvatt til að sækja um.

Alls voru um 24 ráðningar í störf hjá Isavia á árinu 2020, 12 karlar og 12 konur en meðalaldur þeirra sem ráðnir voru var 39,8 ár. Starfsmannaveltan var um 35,89% á árinu og útskýrist fyrst og fremst af aðstæðum vegna Covid-19. Starfsmannaveltan er misjöfn eftir störfum og fyrirtækjum.

STARFSLOK

Starfslokareglur breyttust á árinu og miðast þau nú við lok þess mánaðar sem 67 ára lífaldri er náð, en félagsmenn Félags íslenskra flugumferðarstjóra ljúka störfum við 63 ára aldur. Isavia býður upp á starfslokanámskeið ætlað þeim sem nálgast starfslokaaldur og er mökum boðið með á námskeiðið. Á námskeiðinu er farið yfir gagnlegar upplýsingar og fjallað um þessi tímamót á starfsævinni. Árið 2020 sóttu 20 slíkt námskeið. Endurbætur voru gerðar á starfslokaferlinum og á nú starfslokasamtal sér stað skömmu áður en starfsfólk lætur af störfum. Tilgangurinn er að upplifun starfsfólks af starfslokaferlinu sé jákvæð og úr samtalinu verða til dýrmætar upplýsingar til þess að gera enn betur og stuðla að jákvæðu vinnuumhverfi og velsæld.

Starfsmannavelta GRI 401-1

2020AldurHefur störf%Hætt störfum%
Konurundir 30 ára325%8148%
30 -50 ára867%5533%
yfir 50 ára18%3219%
Samtals12100%168100%
Karlarundir 30 ára18%7032%
30 -50 ára867%7334%
yfir 50 ára325%7334%
Samtals12100%216100%

Starfsaldur hjá Isavia

fjöldi
0-5 ár 46
6-10 ár 22
11-15 ár 11
16-20 ár 7
21-25 ár 4
26-30 ár 3
meira en 31 ár 8

Aldurssamsetning stjórnenda GRI 405-1

samtals
undir 30 ára 1
30 til 50 ára 55
yfir 50 ára 45

Heildarfjöldi starfsfólks GRI 102-8

StarfsfólkKonur%Karlar %Samtals%
Heildarfjöldi starfsfólks34436%62464%968100%
Full vinna21022%52955%73976%
Hluta vinna13414%9510%22924%
Ráðningarsamband
Tímabundin ráðning434%273%707%
Fast ráðning30131%59760%88491%

Starfsmannafélag Isavia og dótturfélaga, Staffið, stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi auk þess að semja um afsláttatkjör fyrir starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum. Öllu starfsfólki býðst aðild að Staffinu. Félagið leggur almennt áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi og jákvæðan starfsanda. Árið 2020 var vissulega krefjandi fyrir félagið þar sem samkomutakmarkanir settu strik í reikninginn. Það var þó brugðið á það ráð að halda fjarviðburði, s.s. uppistand og tónleika sem félagsmenn fengu notið heima.

Fæðingarorlof

Isavia leggur áherslu á að koma til móts við óskir starfsfólks vegna fæðingarorlofs og mæta þörfum þeirra með sveigjanleika við endurkomu til starfa að því loknu. Alls fóru 119 starfsmenn í fæðingarorlof á árinu 2020, 61 konur og 58 karlar. Konur kjósa að verja lengri tíma í fæðingarorlof og nýta sameiginlegan rétt foreldra. Á árinu 2019 fóru 78 starfsmenn í fæðingarorlof og 50 af þeim voru enn starfandi 12 mánuðum seinna.

Fæðingarorlof GRI 401-3

Ár2020201920182017
FæðingarorlofKonurKarlarSamtalsSamtalsSamtalsSamtals
Heildarfjöldi starfsfólk sem tók fæðingarorlof6158119789169
Heildarfjöldi starfsfólks sem sneri tilbaka úr fæðingarorlofi4757104708869
Heildarfjöldi starfsfólks sem sneri tilbaka úr fæðingarorlofi og var enn í starfi 12 mánuðum seinnaxxx507461

 Heilsa og vinnuumhverfi

Líðan starfsfólks er lykilþáttur í heilbrigðu starfsumhverfi og hefur áhrif á vinnuframlag þess. Þar af leiðandi leggur Isavia mikinn metnað í að efla vitund starfsfólks um mikilvægi heilsusamlegs lífernis. Félagið stuðlar að aukinni andlegri og líkamlegri vellíðan starfsfólks m.a. með fræðslu, styrk til líkamsræktar og velferðarþjónustu.

Farið var í verðfyrirspurn vegna heildstæðrar velferðarþjónustu á árinu og markmiðið með því var að geta komið betur til móts við og stutt við þarfir starfsfólks. Til stendur að undirrita samning við fyrirtæki sem kemur til með að veita Isavia heildstæða velferðarþjónustu. Þjónustuaðilinn er með þverfaglegan hóp hjúkrunarfræðinga, næringarfræðings, félagsráðgjafa, geðlæknis, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, markþjálfa og lækna.

Flugbrautarhlaup á Keflavíkurflugvelli

FRÆÐSLA OG Þjálfun

Isavia leggur mikla áherslu á að tryggja öllu starfsfólki viðeigandi þjálfun og stuðla að því að starfsfólk hafi þá hæfni sem til þarf til að ná góðum árangri í störfum sínum. Einnig á þjálfun að tryggja öryggi og vellíðan starfsmanna. Fjölbreytt námskeið eru í boði allt árið, bæði skyldunámskeið og námskeið sem ætluð eru til að byggja upp persónulega hæfni og stuðla að vellíðan í starfi. Leitast er við að tryggja að allir fái þjálfun við hæfi og liggur fyrir þjálfunaráætlun fyrir öll starfsheiti innan samstæðunnar. Innihald fræðslunnar ár hvert ræðst af því hvaða verkefni, markmið og áskoranir liggja fyrir hjá félaginu en skylduþjálfun vegna starfsleyfa er stærsti hluti þjálfunar.

Skipulagsbreytingar fræðslumála

Í maí 2020 var tekin ákvörðun um að sameina fræðsluteymi þjónustu- og reksturs og mannauðs- og stefnumótunar og flytja stjórnun fræðslumála hjá Isavia ohf. til fjármála og mannauðs. Tilgangurinn með sameiningunni var að búa til eina öfluga fræðsludeild hjá Isavia ohf. sem vinnur markvisst af því að viðhalda og auka þekkingu og færni alls starfsfólks samstæðunnar með stefnu og gildi Isavia að leiðarljósi.

Isavia ANS rekur þjálfunardeild sem veitir vottaða þjálfun flugumferðarstjóra og tæknifólks (ATSEP - Air Traffic Safety Electronic Personnel) ásamt annarri flugleiðsöguþjónustutengdri þjálfun m.a. í flugþjálfa Tern systems (hermi). Hátt í 300 manns hjá Isavia og dótturfélögum fá árlega viðeigandi réttinda-, umskipta- og síþjálfun hjá deildinni m.a. flugradíómenn (AFIS), flugfjarskiptamenn, fluggagnafræðingar, starfsþjálfarar og hæfnismetendur.

Árið 2020 var sérstakt ár sem kallaði á enn meiri áherslu á stafrænt nám og notkun fjarfundabúnaðar. Fjöldamörg stafræn námskeið voru sett í loftið, bæði sem snúa að skylduþjálfun og námskeið sem eru valfrjáls. Dæmi um námskeið sem voru framleidd eru grunnnámskeið PRM, akstursnámskeið, námskeið um flugupplýsingakerfið 2020 og umhverfisnámskeið.

Minna var um námskeið í stofu en þó náðist að halda nokkur námskeið um starfsánægju og breytingar, starfslokanámskeiðið Tímamót og tækifæri, námskeið fyrir rýmingarfulltrúa og skyndihjálparnámskeið.

Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á starfsemi þjálfunardeildar Isavia ANS árið 2020. Fresta þurftu nánast öllum námskeiðum um mánuði og hætta varð við sum. Breytilegar sóttvarnarreglur höfðu bæði áhrif á fjölda nema og starfsfólks hverju sinni. Á tímabilum var ekki hægt að þjálfa í hermi eða á starfsstöðum vegna strangra fjarlægðareglna. Þá hafði fjöldi smita í samfélaginu og óvissuástand áhrif á námsandann. Engu að síður tókst á árinu að ljúka nauðsynlegri umskiptaþjálfun og mest allri síþjálfun fyrir um 275 sérfræðinga í flugumferðarþjónustu Isavia fyrirtækjanna. Framvinda náms hjá um 25 manns í áritunar- og starfsþjálfun í flugumferðarstjórn gekk verr. Vegna kjaradeilu fór þjálfun í bið fram í janúar og eftir að Covid-19 hófst í mars þurfti ítrekað að breyta áætlunum og dagsetningum.

Stjórnendaþjálfun

Markmið Isavia er að allir sem eru með mannaforráð fái grunnþjálfun í stjórnun. Í vinnslu eru þjálfunaráætlanir fyrir stjórnendur og eru þær þrepaskiptar eftir því í hvaða stöðu stjórnandi er. Árlega er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sérstaklega ætluð fyrir stjórnendur. Áherslur í þjálfun stjórnenda hafa flust mikið yfir á mýkri þætti eins og samskipti, traust og aðlögunarhæfni. Einnig hefur verið lögð áhersla á stjórnun verkefna, tímastjórnun og hæfni til að takast á við erfið starfsmannamál.

Samstarf við almenna skólakerfið

Samstarf við almenna skólakerfið, sem venjulega er töluvert, lá að mestu niðri á árinu og aðeins einn háskólanemi var í starfsnámi á árinu. Sama gildir um saming við Háskólann í Reykjavík um samfjármagnaðar rannsóknir og stuðning Isavia vegna lokaverkefna nemenda háskólans, aðeins barst ein umsókn um styrk og var hún samþykkt. Isavia leggur áherslu á að viðhalda og efla þetta samstarf.

Styrkir til náms

Hjá Isavia fær starfsfólk greidd laun eða nemastyrki þegar það stundar þjálfun, þetta á einnig við um þá þjálfun sem fer fram áður en starfsfólk hefur störf. Öllu starfsfólki stendur til boða að sækja um styrki til náms utan Isavia. Algengustu umsóknirnar eru frá þeim sem stunda nám á háskólastigi. 

Starfsfólk Isavia þarf að sækja sér ýmsa sérfræðiþekkingu bæði innan- og utanlands. Isavia leggur áherslu á að tækifæri til náms séu til staðar og hæfni starfsmanna sé með því besta sem gerist. Einnig er Isavia með samninga við Opna háskólann og EHÍ um afslætti fyrir starfsfólk og fær það hvatningu til að sækja þar námskeið.

Mansal

Árið 2019 framleiddi Isavia myndband um mansal sem notað er til að þjálfa allt framlínustarfsfólk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í að þekkja einkenni mansals. Myndbandið er nú hluti að nýliðaþjálfun þessa hóps. Fræðslustjóri Isavia situr í samráðshópi á vegum Dómsmálaráðuneytisins vegna aðgerða gegn mansali. Hópurinn er búinn að kortleggja forvarnir og aðgerðir í þessum málum og nýverið fékk Rauði Krossinn á Íslandi styrk frá ríkinu til að efla vinnu í þessum málaflokki m.a. með því að setja á stofn samhæfingarmiðstöð sem hefur það hlutverk að samræma verklag og viðbrögð þegar grunur leikur á mansali, sinna forvörnum og fræðslu og stuðla að vitundarvakningu innan samfélagsins. Isavia leggur áherslu á að vera vel upplýst í þessum málaflokki og leiða samstarf og aðgerðir þeirra fyrirtækja sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli gegn mansali.

Fræðslustundir

Eins og gefur að skilja voru mun færri fræðslustundir á árinu 2020 en árin á undan. Samt hélt reglubundin skylduþjálfun áfram en mestu munaði um fækkun starfsfólks og að engin nýliðun var hjá félaginu. Munur á þjálfunarstundum milli kynja skýrist fyrst og fremst af því að mun færri konur eru í störfum eins og flugvallarþjónustu sem útheimtir margar þjálfunarstundir.


Meðalfjöldi fræðslustunda starfsfólk GRI 404-1

SviðKarlarKonurAlls fjöldi stunda
Isavia ohf.9,3532,56911,922
Þjónusta og rekstur8,4531,93310,387
Viðskipti og þróun436172608
Fjármál og mannauður184392576
Stafræn þróun og upplýsingatækni18832221
Skrifstofa forstjóra9139130
Isavia ANS3,0891,7494,838
Isavia Innanlandsflugvellir3,3263683,694
Fríhöfnin273273546
Samtals25,394752832,922
Meðalfjöldi klst. í þjálfun40,721,9

Fræðslumyndband um mansal

Jafnrétti

Isavia leggur ríka áherslu á jafnrétti. Í siðareglum félagsins kemur fram að starfsfólk skuli bera virðingu fyrir störfum hvers annars og mismuni ekki hvert öðru eða viðskiptavinum vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar eða stöðu að öðru leyti. Jafnréttisáætlun Isavia miðar meðal annars að því að auka almenna starfsánægju og bæta starfsanda. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Starfsfólki eru kynntar siðareglur fyrirtækisins og eru þær ásamt jafnréttisáætlun aðgengilegar á innri- og ytri vef Isavia.

Í jafnréttisáætlun Isavia er lögð mikil áhersla á að jafna hlutfall kynjanna í stjórnendastöðum hjá félaginu. Til staðfestingar á þeim árangri og markmiðum sem hafa verið sett varðandi kynjahlutfall í stjórnendastöðu hlaut Isavia ohf. viðurkenningu jafnvægisvogar Félags Kvenna í Atvinnulífinu fyrir árangur sinn í þeim efnum á árinu.

Samspil vinnu og einkalífs er mikilvægur þáttur hvers einstaklings og jafnréttismál. Isavia kemur til móts við starfsfólk sitt með sveigjanleika og gerir því þannig kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð, fyrirtækinu til hagsbóta og starfsfólki til aukinna lífsgæða.

Isavia leitast við að allt starfsfólk óháð kyni, aldri eða þjóðerni hafi jöfn tækifæri til þjálfunar og fræðslu. Starfsfólk er upplýst, strax við upphaf starfs, um stefnu félagsins og viðbrögð gegn einelti, hverskyns ofbeldi og áreitni. Einnig eru nýliðar upplýstir um jafnréttisstefnu og siðareglur félagsins við upphaf starfs.

Við gerð fræðsluefnis er leitast við að mæta ólíkum námsstílum og tekið tillit til sértækra námsörðuleika á prófum og í hæfnimati. Fræðsluefni Isavia er fjölbreytt, myndrænt og texti er í flestum tilfellum lesinn upp.

Jafnlaunavottun

Isavia hefur um árabil unnið markvisst að því að stuðla að jafnrétti kynjanna og hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2018 sem staðfest hefur verið af Jafnréttisstofu. Staða Isavia gagnvart jafnlaunavottun er tekin út árlega af utanaðkomandi úttektaraðilum, síðast í september 2020. Útskýrður kynbundinn launamunur er 1,2%. Markmið með innleiðingu jafnlaunakerfisins skv. jafnlaunastaðlinum (ÍST:85 2012) er að viðhalda launajafnrétti hjá félaginu. Þá skuldbindur félagið sig jafnframt til að vinna að stöðugum umbótum á þessu sviði, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við frávikum sem upp kunna að koma.

Félagslegt umhverfi

Hagsmunir fyrirtækis og einstaklings fara saman við að efla félagslegt umhverfi. Þar sem gott félagslegt umhverfi hefur bein eða óbein áhrif á líðan og heilsu starfsfólks og mikilvæga rekstrarþætti eins og veikinda fjarveru, starfsmannaveltu og framleiðni. Starfsfólk Isavia vinnur saman sem ein heild í anda samstarfs, gagnkvæmrar virðingar og umburðarlyndis. Einelti og önnur sálfélagsleg áreitni, svo sem kynbundin og kynferðisleg áreitni, verður undir engum kringumstæðum umborin.

Hluti af nýliðafræðslu fyrirtækisins snýr að félagslega umhverfinu þar sem meðal annars jafnréttisstefna félagsins og viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri sálfélagslegri áreitni eru kynntar. Í viðbragðsáætluninni kemur meðal annars fram hvaða aðstoð er í boði innan fyrirtækisins og hjá stéttarfélögum. Lögð er áhersla á að tilkynningarleiðir séu ljósar, starfsfólk viti hvert á að leita og boðleiðir séu skýrar fyrir þolanda og geranda. Viðbragðsáætlunin er sett á grundvelli 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Á árinu 2020 bárust fimm tilkynningar, tvær sem fóru í formlegt ferli þar sem viðbragðsáætlun var virkjuð og þrjár sem voru leystar innanhúss. Unnið var úr þeim samkvæmt áætlunum félagsins.

Fólkið okkar

- viljum skapa gott umhverfi

Haukur Þór Arnarson

Haukur Þór Arnarson

Verkefnastjóri mannauðsmála

Hverjar eru áherslur Isavia í jafnréttismálum?
Isavia hefur um árabil unnið markvisst að jafnréttismálum félagsins og sett sér markmið, sem unnið er eftir í starfseminni. Við viljum skapa gott félagslegt umhverfi þar sem allir fá að njóta sín, hafi tækifæri að nýta menntun og hæfni sína. Áhersla er lögð á að starfsfólk beri virðingu fyrir hvert öðru, störfum hvers annars, og mismuni ekki hvert öðru eða viðskiptavinum vegna 

kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, þjóðernisuppruna eða stöðu að öðru leyti. Isavia leggur áherslu á launajafnrétti, þ.e. að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Isavia hlaut jafnlaunavottun árið 2018 og þar áður fékk Isavia gullmerki jafnlaunavottunar PwC. Að jafna hlutfall kynjanna í stjórnendastöðum er ein af áherslum Isavia í jafnréttismálum og hlaut Isavia viðkenningu Jafnréttisvogar FKA því til staðfestingar. Isavia hefur sett sér markmið fyrir þetta ár að texti og útlit atvinnuauglýsinga félagsins tali jafnt til allra og séu hvorki karl né kvenlægar.

Hvernig hjálpar viðurkenning Jafnréttisvogar FKA Isavia?
Viðurkenning Jafnréttisvogarinnar er fyrst og fremst staðfesting á því jafnréttisstarfi sem hefur verið unnið hjá félaginu. Isavia leggur sitt að mörkum í jafnréttismálum og aðstoðar við að draga fram í sviðsljósið mikilvægi jafnréttismála fyrir samfélagið.

Isavia er búið að heita því að vinna að markmiðum Jafnréttisvogarinnar og er hvati fyrir önnur fyrirtæki í að vinna ötullega að jafnréttismálum.
Viðurkenning FKA gerir Isavia að enn eftirsóknarverðari vinnustað fyrir fólk í atvinnuleit.

Eru fleiri ljón á veginum í jafnréttismálum fyrir Isavia? Hvað er mikilvægt að gera til að missa ekki sjónar á markmiðinu?
Það er gríðarlega mikilvægt að halda áfram markvissri vinnu á sviði jafnréttismála. Huga þarf að stöðugum umbótum á sviði jafnréttismála og tryggja að málaflokkurinn vegi þungt í starfseminni. Við þurfum að vera meðvituð um að þó að við séum að gera vel í jafnréttismálum hjá félaginu er mikilvægt að halda áfram og ekki missa sjónar af tilganginum.