Veitingasalan Flugkaffi á Akureyrarflugvelli selur kaffi, samlokur, vefjur, soðið brauð með hangikjöti, gos, safa, sælgæti og margt fleira. Þekktust er hún þó líklega fyrir upprúllaðar pönnukökur með sykri.
Flugfarþegar og bæjarbúar hafa notið þess um árabil að setjast niður og spjalla á meðan þeir gæða sér á heimsfrægu pönnukökunum eða hinu sér norðlenska fyrirbæri, soðnu brauði með hangikjöti. Þarna heyrir maður rætt um bæjarmálin og landsmálin og þar eru stóru málin krufin og leyst – oft á dag.
Akureyri Backpackers hafa tekið við veitingasölu Flugkaffisins og um leið bætt verulega við úrvalið sem flugfarþegar og aðrir gestir geta gætt sér á um leið og haldið er í góðar hefðir sem skapast hafa á Akureyrarflugvelli í gegnum árin. Við hvetjum flugfarþega, Akureyringa og alla sem eiga leið um svæðið til að líta við í Flugkaffi.