Hoppa yfir valmynd
1.7.2025
Nýr flugvallarstjóri  á Akureyri

Nýr flugvallarstjóri á Akureyri

Hermann Jóhannesson hefur tekur við umdæmi III af Hjördísi Þórhallsdóttir sem kveður völlinn eftir 13 ár í starfi. Í umdæminu eru 4 flugvellir, þar af einn alþjóðaflugvöllur, og 8 lendingarstaðir sem hann mun hafa yfirumsjón með. Akureyrarflugvöllur er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á landinu og hefur verið mikil aukning í flugi til Akureyrar, um 15% á milli ára og sem tengja má millilandaflugi sem þar fer um.

Hermann, sem hefur verið búsettur í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni, mun flytja til Akureyrar í sumar. Hann er vélaverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Chalmers í Gautaborg. Hermann býr yfir góðri reynslu af stjórnunarstörfum, nú síðast hjá Lego þar sem hann starfaði í Danmörku.

Akureyrarflugvöllur hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og nú fara yfir 200 þúsund flugfarþegar um völlinn ár hvert. Það verða því mörg spennandi verkefni sem taka við hjá nýjum flugvallarstjóra.