BÍLDUDALSFLUGVÖLLUR
Bíldudalsflugvöllur er staðsettur um fimm kílómetrum suðaustur af Bíldudal í Vesturbyggð á Vestfjörðum. Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Bíldudalsflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Flogið er sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga og tekur flugið um 40 mínútur. Nánari upplýsingar um flugtíma og bókanir er að finna á Norlandair.is.
FYRIR FLUG
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.
Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Norlandair sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vef Norlandair.is
SAMGÖNGUR
Áætlunarferðir eru frá flugvellinum til Tálknafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við flug Norlandair til Bíldudals.
Bílaleigan Hertz er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og pantanir á www.hertz.is og í síma 522-4400.
HAFA SAMBAND
Ef þig vantar nánari upplýsingar um Bíldudalsflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Þjónustutíma flugvallarins er á milli 8:45-16:00 á virkum dögum og 10:45-14:00 á sunnudögum.