Hoppa yfir valmynd
    • 15/10 10:00
    • FNA564
    • Akureyri
    • Á áætlun  
    • 15/10 10:15
    • FNA565
    • Þórshöfn
    • Á áætlun  

VOPNAFJARÐARFLUGVÖLLUR

Vopnafjarðarflugvöllur er staðsettur við bakka Hofsár fyrir miðjum botni Vopnafjarðar, um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu í Vopnafirði. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugi til og frá Akureyrarflugvelli fimm sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Nánari upplýsingar um flugið og bókanir er að finna á Norlandair.is.

FYRIR FLUG

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 30 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni en Air Iceland Connect býður einnig upp á netinnritun á www.icelandair.is. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.

SAMGÖNGUR

Bílaleiga Akureyrar / Europcar Car Rental er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og bókanir er að finna á vef bílaleigunnar www.holdur.is.

HVAÐ ER Í BOÐI Á VOPNAFIRÐI?

Margt er í boði fyrir ferðalanga á Vopnafirði. Sem dæmi má nefna að Hofsá, Selá og Vesturdalsá eru þrjár af þekktari laxveiðiám landsins. Í Selárdal eru heitar uppsprettur og við þær sundlaug sem engan á sinn líka með útsýni yfir Selána.

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Austurlands


HAFA SAMBAND 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Vopnafjarðarflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svaraði í síma 424-4080.