Hoppa yfir valmynd
    • 10:30
    • FNA565
    • Vopnafjörður
    • Á áætlun  
    • 10:45
    • FNA567
    • Akureyri
    • Á áætlun  

ÞÓRSHAFNARFLUGVÖLLUR

Þórshafnarflugvöllur er staðsettur á Langanesi á Norðausturlandi, um þrjá kílómetra norðan við byggðina á Þórshöfn. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugi til og frá Akureyrarflugvelli fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum.

Nánari upplýsingar er að finna á vef www.norlandair.is

FYRIR FLUG 

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.

Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.

HVAÐ ER Í BOÐI Í ÞÓRSHÖFN?

Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn og jafnvel kíkja á veitingahúsið Báran, sem meðal annars á fjölbreyttum matseðli býður upp á kúffisksúpu. Eða fara í sund í glæsilegri íþróttamiðstöð, þar sem upplýsingamiðstöðin er staðsett. Ekki má gleyma að Þórshöfn er anddyrið að ævintýraheimi Langaness. Á Þórshöfn má einnig finna hið margrómaða Fræðasetur um forystufé. 

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Norðurlands.

HAFA SAMBAND 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Þórshafnarflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is.