REGLUR UM FARANGUR
Reglur um farangur í innanlandsflugi eru mismunandi eftir flugfélögum. Farþegum er bent á að kynna sér reglur viðeigandi flugfélags.
Eftirfarandi er ekki heimilt að hafa með sér í handfarangri:
Óleyfilegur farangur: | Lýsing: |
Skotvopn: | Vopn eða tæki sem hægt er með sprengikrafti, samanþjöppuðu lofti eða á annan sambærilegan hátt að skjóta úr kúlum, höglum eða öðrum skeytum. Undir skotvopn heyra líka svokallaðar startbyssur og neyðarskotbyssur. |
Bitvopn og stunguvopn: | Allir hnífar, s.s. veiðihnífar, dúkahnífar, ýmis egg- eða stunguvopn sem notuð eru við bardagaíþróttir, sverð og rýtingar. |
Kylfur: | Allar kylfur, þ.m.t. hornaboltakylfur, kylfur sem notaðar eru við bardagaíþróttir, lögreglukylfur, golfkylfur og ísknattleikskylfur. |
Skotfæri, sprengiefni, eldfim og tærandi efni: | Hvers konar skot eða skeyti sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum, flugeldar, reyk- og/eða hvellsprengjur, ýmiskonar skrauteldar, eldfimir vökvar, gas og öll tærandi efni. |
Sjálfsvarnarvopn: | Táragasefni (mace) og rafmagnskylfur af öllum tegundum (stunning/shocking devices). |
Önnur tæki og tól: | Ísnálar, rakhnífar, oddhvöss skæri og aðrir hlutir sem hægt er að nota sem vopn. |
Eftirlíkingar: | Allar eftirlíkingar vopna, skotfæra, sprengiefna og/eða annarra hluta sem líkjast vopnum. |