Hoppa yfir valmynd

Störf í boði hjá innanlandsflugvöllum

Innanlandsflugvellir

Við hjá Isavia Innanlandsflugvöllum erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur á flugvöllum félagsins.

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi.

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.

Starfsstöðvar okkar eru um allt land en stærstu starfsstöðvarnar eru í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia Innanlandsflgvöllum kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Við leitum eftir metnaðarfullum einstakling á dagvakt í Flugvallarþjónustu. Hlutverk þjónustunnar er að tryggja öryggi flugvallarins og þeirrar sem um hann fara. Starfið er fjölbreytt í síbreytilegu umhverfi fyrirtækis með öfluga og virka öryggismenningu, þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, samstarf og stöðugar umbætur. Margþætt þjálfun og æfingar eru hluti af daglegum störfum og hefur starfsfólk aðgang að efni og aðstöðu til að viðhalda og efla þekkingu sína og hreysti.

Unnið er á 12 tíma vöktum frá kl. 07 – 19 alla daga vikunnar byggt á 5-5-4 vaktakerfi.  

Meðal helstu verkefna eru



  • Flugverndar-, björgunar- og slökkviþjónusta
  • Viðhald og umhirðu flugvallar, mannvirkjum og tækjum
  • Skrá og viðhalda upplýsingum í kerfum flugvallarþjónustunnar
  • Sinna persónulegri þjálfun
  • Almenn þjónusta við samstarfsaðila og viðskiptavini flugvallarins
  • Virk þátttaka í uppbyggingu öflugrar liðsheildar á faglegum alþjóðaflugvelli
  • Önnur tilfallandi verk samkvæmt fyrirmælum næsta stjórnanda

 Menntun og hæfniskröfur  



  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi er skilyrði 
  • Reynsla af björgunar- og slökkvistörfum er kostur 
  • Reynsla af snjóhreinsun, tækja- eða jarðvinnu er kostur
  • Þekking á flugi og flugvallaumhverfi er kostur
  • Reynsla eða menntun sem nýttist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
  • Góð tölvukunnátta 
  • Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktar prófi

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í flugvernd áður en þeir hefja störf. Fyrstu 2- 4 vikur í starfi fara í fornám og undirbúning fyrir starfið.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.   

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang [email protected]  

 

Sækja um