Hoppa yfir valmynd

Beiðni um drónaflug í nágrenni flugvallar

Beiðnir eru afgreiddar á skrifstofutíma og getur afgreiðsla tekið allt að þrjá virka daga. Leyfin gilda á opnunartíma flugvallar, aðrar tímasetningar þarf að skoða sérstaklega.

 

Uppdrætti af flugvallarsvæðum er einnig að finna í vefsjá Samgöngustofu og þar má jafnframt sjá önnur haftasvæði. Með umsókn þarf að fylgja uppdráttur af svæðinu sem óskað er eftir að fljúga innan, myndin þarf að sýna afmarkað svæði sem áætlað er að fljúga innan og vera nægilega stór til að það sjáist einnig í flugvöllinn til viðmiðunar / Önnur gögn, t.d. áhættumat, undanþága, önnur leyfi o.s.f.v. (má vera á hvaða skjalaformi sem er)

ÁBYRGÐARMAÐUR

Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér.