
Flugdagur Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli
Í júni var sýning Flugsafnsins haldin í samstarfi við Isavia Innanlandsflugvelli. Yfir tvö þúsund manns mættu á völlinn til að njóta og sjá m.a. vélar tékkneska flughersins, sjúkraflugvélar, flugmódel og kafbátaleitarflugvél.
Það var Eyjólfur Árnason innviðaráðherra sem setti Flugdaginn sem heppnaðist einstaklega vel í fallegu veðri eins og sjá má af myndunum.
Fyrir áhugsama um flugsögu landsins er Flugsafn Íslands opið alla daga á sumrin og á laugardögum yfir vetrartímann. Meiri upplýsingar um safnið má sjá hér