
Júlía Guðbjörnsdóttir er nýr öryggis-og gæðastjóri
Júlía, sem er félagsfræðingur að mennt og með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum auk kennararéttinda starfaði, áður hjá Isavia ohf í öryggisstjórnun á Keflavíkurflugvelli og sem hlítnistjóri (e. Compliance Manager). Þar vann hún náið með Innanlandsflugvöllum í tengslum við starfsleyfisskyldar kröfur og þekkir því til nýs starfsumhverfis.
„Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og þróun öryggis- og gæðamála hjá innanlandsflugvöllunum og starfa með öflugu teymi Isavia,“ segir Júlía.