Hoppa yfir valmynd
20.10.2025
Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra

Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra

Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur boðað til verkfallsaðgerða næstu vikuna sem munu hafa áhrif á flug um Keflavíkurflugvöll og innanlandsflugvelli út frá aðgerðum er snerta Reykjavíkurflugvöll. 

Næstu aðgerðir sem boðaðar hafa verið, náist ekki að semja, eru vinnustöðvun á úthafssvæði aðfararnótt þriðjudags, á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag og á Reykjavíkurflugvelli föstudag. Nánar má lesa um aðgerðir á heimasíðu Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Röskun gæti því orðið á flugi um Reykjavíkurflugvöll föstudaginn 24. október og þar með haft áhrif á innanlandsflug þann dag og eru farþegar sem eiga flug á þessu tímabili hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum frá sínum flugfélögum og skoða uppfærðar flugáætlanir á vefsíðu Innanlandsflugvalla og Keflavíkurflugvallar.

Undanþágur eru veittar fyrir leitar- og björgunarflug, sjúkraflug og flug á vegum Landhelgisgæslunnar.