Hoppa yfir valmynd
8.1.2026
Margvísleg verkefni framundan á Akureyrarflugvelli

Margvísleg verkefni framundan á Akureyrarflugvelli

Eftir miklar framkvæmdir á Akureyrarflugvelli þar sem flughlað var stækkað og ný viðbygging við flugstöð tekin í notkun árið 2024 taka ný verkefni og endurbætur við.

Dæmi um stór verkefni er vinna við aðflugsljós sem hefur verið í gangi og nýr aðflugsferill úr suðri verið samþykktir af Samgöngustofu og mun þjálfun Icelandair á Airbus vélum hefjast á næstu mánuðum.

Akureyrarflugvöllur hefur komið vel út í þjónustukönnun easyJet og farþegar lýst ánægju með völlinn. Áfram er unnið að því að bæta upplifun þeirra sem fara um völlinn og nú er verið að koma fyrir skjástöndum sem flýta munu fyrir ferð millilandafarþega þar í gegn og þá hafa samgöngur verið bættar til og frá flugvellinum í tengslum við áætlunarflug.

Grein Sigrúnar má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net